02.03.2009
Fyrirhuguð er ferð til Reykjavíkur 13.-15. mars á Íslandsmót 6. flokks. Mótið fer fram í Framhúsinu í Safamýri og gist
verður á keppnisstað. Lagt verður af stað um kaffileytið föstudaginn 13. mars en heimkoma ræðst af gengi liðanna á mótinu.
Unglingaráð greiðir niður ferðina og þ.a.l. verður kostnaður drengjanna 3.000 krónur. Þeir drengir sem ekki fara á mótið eru
vinsamlega beðnir um að tilkynna það sem fyrst. Nánari upplýsingar koma á heimasíðu KA og með miða mánudaginn 9. mars.
Þeir foreldrar sem vilja fara sem fararstjórar vinsamlega hafið samband við undirritaðan.
Jóhannes G .Bjarnason s. 662-3200