6. flokkur – yngra ár: Ferð til Reykjavíkur 22. janúar (nýtt!)

Næstkomandi föstudag (22. janúar) fer yngra ár 6. flokks til Reykjavíkur til að taka þátt í þriðju umferð Íslandsmótsins í handbolta.

Nú er niðurröðun á mótinu um helgina ljós og drengirnir þurfa að mæta kl. 11.00 í KA heimilið. Rétt er að ítreka að verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför og er ekki hægt að greiða með kortum.

Útbúnaður: Drengirnir þurfa að taka með sér dýnu, svefnpoka/sæng og sundföt, KA stuttbuxur en fá  keppnistreyjur. Afar mikilvægt er að nesta drengina vel.

Áætluð heimkoma er um kvöldmatarleytið á laugardaginn.

Leikirnir munu fara fram í Laugardalshöll en ekki er enn ljóst hvar liðin munu gista.

Foreldrar eru beðnir um að óska eftir leyfi úr skóla fyrir drengina og er það sett í hendur foreldra hvort óskað er eftir leyfi allan daginn eða þann tíma sem foreldrar telja nauðsynlegan. Vinsamlega hafi ð samband ef frekari upplýsinga er þörf.

Kveðja,
Jóhannes G. Bjarnason
662-3200