Ekki er því hægt að gefa upp brottfarartíma enn sem komið er. Það mun verða tilkynnt á æfingu nk. miðvikudag. Verð ferðarinnar verður stillt í hóf, þökk sé Samherja en áður en endanleg niðurröðun liggur fyrir er ekki hægt að gefa upp verð og mun það einnig bíða æfingar á miðvikudag. Drengirnir munu gista í félagsmiðstöð við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og þurfa þeir að taka með sér dýnu og svefnpoka, KA stuttbuxur, sundföt og afar mikilvægt er að nesta drengina vel. Boðið verður upp á morgunverð og heitar máltíðir þá daga sem ferðin mun standa. Frekari upplýsinga má leita hjá undirrituðum og hér á heimasíðu KA.
Kveðja,
Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200