Sjö strákar í 3. og 4. flokki KA hafa verið valdir í ungmennalandslið í handbolta, annars vegar U-17 landslið og U-15 landslið hins vegar.
Þeir Gunnar Bjarki Ólafsson (markmaður), Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar Helgason
(miðjumaður/skytta) og Sigþór Árni Heimisson (miðjumaður) hafa verið valdir í landslið drengja skipað leikmönnum fæddum 1992 og
síðar (U-17). Drengirnir eru allir fæddir 1992 að undanskildum Sigþóri sem er fæddur 1993.
Þá voru þrír leikmenn valdir í landslið skipað mönnum fæddum 1994 og 1995 (U-15). Það eru Hjalti Björnsson (markmaður),
Kristján Sigurbjörnsson (skytta) og Daníel Matthíasson (línumaður) en allir leikmennirnir eru fæddir 1994.
Heimasíðan óskar drengjunum innilega til hamingju með valið og er þetta glæsilegur árangur. Bæði landsliðin munu æfa saman í
Laugardalshöllinni helgina eftir viku.