Æfingaleikir við Víking um helgina

Handbolti

Það styttist í að handboltinn fari að rúlla og leikur KA tvo æfingaleiki við Víking um helgina. Liðin mætast klukkan 14:00 í KA-Heimilinu á laugardeginum og svo aftur kl. 15:00 í Höllinni á sunnudaginn.

Það verður spennandi að fylgjast með strákunum okkar í vetur undir stjórn Halldórs Stefáns Haraldssonar sem tók við liðinu í sumar. Það er frítt inn á leikina og hvetjum við ykkur eindregið til að leggja leið ykkar á leikina og sjá strákana undirbúa sig fyrir átök vetrarins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is