Æfingar á fullu hjá meistaraflokki KA/Þór

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hófust af fullum krafti um 10.ágúst.  Þjálfari verður Hlynur Jóhannsson og honum til aðstoðar Stefán Guðnason.  Hlynur er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu því hann þjálfari sumar af stelpunum fyrir nokkrum árum.  Stefán Guðnason þjálfaði svo þær yngri í hópnum í fyrra.

Liðið ætlar að leika í efstu deild í vetur og þess vegna hafa nokkrir leikmenn  bæst í hópinn frá því í fyrra og því ætti liðið að mæta sterkara til leiks á komandi tímabili.  Liðið verður svo kynnt á heimasíðunni þegar nær dregur móti, en Íslandsmótið hefst ekki fyrr en í október.

 


Hlynur og Stefán tilbúnir í slaginn