Æfingatafla handboltans veturinn 2020-2021

Handbolti

Hasarinn í handboltanum er að fara á fullt og hefjast æfingar samkvæmt vetrartöflu mánudaginn 24. ágúst. Gríðarlegur kraftur hefur verið í starfi deildarinnar undanfarin ár og hefur KA heldur betur stimplað sig aftur inn sem eitt af bestu handboltafélögum landsins.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að koma og prófa handboltann. Annars þá minnum við á að æfingagjöld og skráning fara í gegnum ka.felog.is.

Sérstakar markmannsæfingar verða í boði í umsjón Nicholas Satchwell og munum við bæta þeim inn í töfluna þegar kominn er fastur tími á þær.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is