Áki Egilsnes var besti leikmaður karlaliðs KA á nýliðnu tímabili í handboltanum en liðið tryggði sér eins og flestir ættu að vita sæti í deild þeirra bestu. Áki var upptekinn á landsliðsæfingum í Færeyjum þegar lokahófið fór fram og fékk því bikarinn nú fyrir skömmu.
KA lék aftur undir sínu eigin merki eftir að hafa leikið undir merkjum Akureyrar Handboltafélags frá árinu 2006. Það vakti mikla athygli á lokahófinu þegar bikarinn fyrir besta leikmann karlaliðsins var dreginn fram en hann var gjöf til handknattleiksdeildarinnar árið 1993 og eru nokkur ansi fræg nöfn á þessum merka bikar sem fór í frí á meðan sameinaða lið Akureyrar lék.
Á sama tíma og við óskum Áka aftur til hamingju með valið þá rifjum við upp þá frábæru leikmenn sem hafa hampað þessum frábæra bikar.
![]() |
Besti leikmaður KA 2017-2018Áki Egilsnes |
![]() |
Besti leikmaður KA 2005-2006Jónatan Magnússon |
![]() |
Besti leikmaður KA 2004-2005Halldór Jóhann Sigfússon |
![]() |
Besti leikmaður KA 2003-2004Arnór Atlason |
![]() |
Besti leikmaður KA 2002-2003Jónatan Magnússon |
![]() |
Besti leikmaður KA 2001-2002Andrius Stelmokas |
![]() |
Besti leikmaður KA 2000-2001Guðjón Valur Sigurðsson |
![]() |
Besti leikmaður KA 1999-2000Guðjón Valur Sigurðsson |
![]() |
Besti leikmaður KA 1998-1999Lars Walther |
![]() |
Besti leikmaður KA 1997-1998Sigtryggur Albertsson |
![]() |
Besti leikmaður KA 1996-1997Björgvin Þór Björgvinsson |
![]() |
Besti leikmaður KA 1995-1996Róbert Julian Duranona |
![]() |
Besti leikmaður KA 1994-1995Patrekur Jóhannesson |
![]() |
Besti leikmaður KA 1993-1994Valdimar Grímsson |
![]() |
Besti leikmaður KA 1992-1993Alfreð Gíslason |