Akureyrarslagur ungmennaliðanna í dag

Það er áhugaverður leikur í dag í 2. deild karla þar sem Ungmennalið KA tekur á móti Ungmennaliði Akureyrar. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og er í KA heimilinu.

Fyrir leikinn eru bæði lið með 2 stig, KA eftir þrjá leiki en Akureyri eftir tvo leiki. Það er næsta víst að það verður allt gefið í þennan leik og ástæða til að hvetja áhugafólk um handbolta í bænum til að fjölmenna og styðja sitt lið.