Liðin mættust hér í Höllinni í nóvember og þar fór Akureyri með
eins marks sigur 25-24 eftir að hafa hleypt Stjörnunni inn í leikinn á síðustu andartökum leiksins.
Liðin mættust aftur í Garðabænum í febrúar og þar var sama dramatíkin í leikslok nema hvað þar tókst Stjörnunni
að jafna leikinn úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út.
Þar tapaði Akureyri óþarfa stigi og nú þurfa menn að mæta til leiks og sýna að það er engin tilviljun að liðið er
í toppbaráttunni því það munar um hvert stig þessa dagana og minnsta kæruleysi getur þýtt hrap um nokkur sæti í
deildinni.
Staðan í deildarkeppni karla
Nr. |
Félag |
Leikir |
U |
J |
T |
Mörk |
Hlutfall |
Stig |
- |
|
1. |
Haukar |
14 |
11 |
2 |
1 |
359 : 323 |
36 |
24 |
: |
4 |
2. |
Akureyri |
14 |
8 |
2 |
4 |
368 : 350 |
18 |
18 |
: |
10 |
3. |
HK |
14 |
8 |
1 |
5 |
381 : 362 |
19 |
17 |
: |
11 |
4. |
FH |
14 |
8 |
1 |
5 |
392 : 368 |
24 |
17 |
: |
11 |
5. |
Valur |
14 |
7 |
2 |
5 |
349 : 333 |
16 |
16 |
: |
12 |
6. |
Grótta |
14 |
4 |
0 |
10 |
348 : 379 |
-31 |
8 |
: |
20 |
7. |
Stjarnan |
14 |
3 |
1 |
10 |
326 : 371 |
-45 |
7 |
: |
21 |
8. |
Fram |
14 |
2 |
1 |
11 |
361 : 398 |
-37 |
5 |
: |
23 |
Jazzhljómsveit Tónlistarskólans spilar í Höllinni
Við vorum að fá þau tíðindi að jazzhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri mun troða upp í
Íþróttahöllinni fyrir leik og í hálfleik Akureyrar og Stjörnunnar. Hljómsveitin er undir stjórn Ingva Rafns Ingvasonar kennara við
skólann.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 en hljómsveitin mun væntanlega hefja leik um klukkan 18:30 og verður virkilega gaman að sjá og heyra þessa frábæru
hljómsveit.
Stjörnumaður í banni
Vilhjálmur Halldórsson leikmaður Stjörnunnar verður ekki í leikmannahópi þeirra
gegn Akureyri þar sem hann verður í leikbanni. Vilhjálmur fékk beint rautt spjald í síðasta leik Stjörnunnar þegar hann skaut úr
vítakasti beint í andlit Sveinbjörns Péturssonar markvarðar HK.
Sveinbjörn var að vonum ekki sáttur með þetta og kom til stympinga á milli þeirra sem lyktaði þannig að báðir fengu rautt spjald.
Sveinbjörn fékk tveggja leika bann fyrir sinn hlut og Vilhjálmur einn eins og áður segir.