Akureyri með útileik gegn Fram í dag - textalýsing

Eftir þrjá heimaleiki í röð er komið að útileik hjá Akureyri Handboltafélagi en liðið mætir í Framhúsið í Safamýrinni í dag klukkan 15:00.

Því miður virðist ekki vera á dagskrá hjá RUV að sýna leikinn í sjónvarpinu en heimasíða Akureyrar Handboltafélags verður með beina textalýsingu frá leiknum. Við hvetjum að sjálfsögðu stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.
Þeim sem ekki komast bendum við á textalýsinguna.

Hamrarnir unnu útisigur á Þrótti 23-25 í 1. deild karla í gær. Hamrarnir mæta ÍH í Kaplakrika í kvöld.