Til að byrja með leit allt út fyrir að yngra liðið ynni fremur auðveldan sigur en þá mundu þær "gömlu" hvernig þetta allt saman var
gert hér í den og úr varð hörku leikur sem endaði með tveggja marka sigri eldri. Reyndar leikur grunur á að ein stúlkan sem spilaði með
yngra liðinu hafi leikið tveimur skjöldum þar sem hún tilheyrði einnig "eldri" hópnum þar sem hún lék eitt sinn undir stjórn
Hlyns.
Yngra liðið spilaði á köflum fínan sóknarleik en þó vildi til að greyið hóstaði. Hart var barist bæði í
vörn og sókn og létu bæði lið finna fyrir sér á öllum vígstöðvum.
Liðin léku á köflum skemmtilegan bolta og var gaman að sjá þessar stelpur mættar aftur til leiks í gulu og bláu búningunum.
Búningum sem fara þeim mun betur heldur en þeir rauðu og/eða hvítu sem sumar þeirra þora að láta sjá sig í nú til
dags.
Að sjá stúlkur með þennan handboltalega þroska spila saman var eitthvað sem þær ungu geta lært mikið af. Þær eldri sýndu
það svo sannarlega að þær hafa engu gleymt og synd að flestar þeirra séu hættar öllu boltakasti. Vonandi að einhverjar af þeim dragi
fram skóna að nýju og fari að sprikla aftur.
Smellið hér til að skoða myndir frá leiknum.