13.07.2010
Nú þegar hópurinn hefur vonandi allur skilað sér heim og engin stórslys orðið á fólki er vert að þakka öllum þeim sem
komu að þessari ferð kærlega fyrir.
Krakkarnir voru félagi sínu og foreldrum til sóma innan vallar sem utan og aginn sem þau búa yfir á eftir að reynast þeim vel í
framtíðinni.
10.07.2010
Síðustu dagar hafa svo sannarlega verið kaflaskiptir. Á fimmtudaginn rigndi eins og enginn væri morgundagurinn og úr varð einhverskonar vatnabolti á
gríðarlega hálum gervigrasvelli. Dramatískir sigrar í takt við ekki svo dramatísk töp áttu sér stað á rigningardeginum mikla
og óhætt að segja að sú upplifun sem krakkarnir fengu þennan dag mun lifa með þeim eitthvað inn í lífið.
07.07.2010
Byrjum á því mikilvæga, símanúmer fólksins sem stjórnar.
Sigga: 0046700236189
Fúsi: 0046737330481
Systa: 0046737330203
Kara: 0046700236192
Stefán: 0046737330188
06.07.2010
Ferðin hingað gekk nokkud vel, vonum framar mætti jafnvel segja. Eina sem hægt er að kvarta yfir er að tvíburarnir Bjarni og Kristján stóðu
fyrir miklu veseni og sendu töskurnar sínar með vitlausri flugvél til Svíþjóðar! Klárt mál að sökin liggur hjá þeim
tveim!
Í dag fór allur hópurinn í Skara Sommerland, fyrir utan þjálfarana þar að segja, og buslar þar í þessum
skrifudu orðum.
05.07.2010
Um klukkan 6:00 í morgun lagði hópur handboltakrakka af stað frá KA heimilinu áleiðis á Partille Cup mótið sem fram fer að vanda
í Svíðþjóð. Það var mikil tilhlökkun og spenna í hópnum enda ferðin búin að vera í bígerð lengi
með öllu sem tilheyrir.