Fréttir

Akureyri - Fram í Íþróttahöllinni í dag, miðvikudag

Það gengur ekki lítið á í handboltanum þessa dagana, magnaður leikur gegn FH í síðustu viku og í dag, miðvikudag er komið að stærsta heimaleiknum til þessa þegar Fram liðið mætir í Íþróttahöllina. Að þessu sinni er brugðið út af vananum og leikið á miðvikudegi, það er því rétt að hnippa í kunningjana og minna þá á breytingu frá venjunni.

Frábær Reykjavíkurferð hjá yngra ári 5. flokki kvenna - mynd

Yngra ár 5. flokks kvenna renndi suður á föstudagsmorgunn til að keppa á sínu öðru móti til Íslandsmeistara þennan veturinn. Líkt og síðast voru tvö lið skráð til keppni, KA/Þór1 og KA/Þór2. KA/Þór1 vann sér á síðasta móti þátttökurétt í 1. deild og því ljóst að þær voru að fara að keppa við bestu liðin í sínum árgang í þessari ferð.

KA/Þór heimsækir FH í Eimskipsbikarnum í kvöld

KA/Þór leikur gegn FH í Eimskipsbikarnum í kvöld kl.18:00.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika. Akureyringar á suðvesturhorninu er hvattir til að mæta og hvetja okkar lið.

KA/Þór með heimaleik gegn Stjörnunni á laugardag

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni  laugardaginn12. nóvember í N1 deild kvenna. Leikurinn er í KA heimilinu og hefst klukkan 16:00. Liðið er búið með tvo heimaleiki, unnu FH og töpuðu síðan með einu marki fyrir Haukum þannig að það má búast við góðri skemmtun í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis og gómsætar vöfflur í boði í hálfleik.

3. flokkur karla KA mætir Stjörnunni á laugardaginn í Höllinni

3. flokkur KA mætir Stjörnunni í heimaleik á laugardaginn. Að þessu sinni spila strákarnir í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00. Það er mikið um að vera á laugardaginn, meistaraflokkur KA/Þór spilar heimaleik í KA heimilinu gegn Stjörnunni og hefst sá leikur klukkan 16:00. Sömuleiðis á 2. flokkur Akureyrar heimaleik gegn Stjörnunni á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan 12:30 í Íþróttahöllinni. Það má því segja að laugardagurinn verði sannkallaður stjörnudagur!

Eins marks tap KA/Þór gegn Haukum - myndir

Haukar sóttu tvö stig norður í gær er liðið sigraði KA/Þór með eins marks mun í KA-heimilinu í N1-deild kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 28-29 en lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem heimamenn hefðu getað jafnað metin í síðustu sókn leiksins. Sú sókn rann hins vegar út í sandinn og Haukastúlkur fögnuðu vel í leikslok.

KA/Þór - Haukar á laugardag klukkan 16:00

Meistaraflokkur KA/Þór tekur á móti Haukum á laugardaginn 5. nóvember og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis. KA/Þór liðið vann góðan sigur á FH í síðasta heimaleik og ætla örugglega að endurtaka leikinn á laugardaginn. KA/Þór hefur 2 stig í deildinni eftir þrjá leiki en Haukar eru sömuleiðis með 2 stig en hafa leikið fjóra leiki.