Fréttir

Jólahandboltinn 2011 - myndir

Í dag urðu fagnaðarfundir í KA heimilinu þegar þar mættu um það bil 25 handboltakappar sem ólust að mestu upp í KA heimilinu fyrir nokkrum árum. Það var Davíð Már Kristinsson sem hafði veg og vanda að því að smala saman gömlum handboltafélögum úr árgöngum 1985 til 1991. Stillt var upp í mót þriggja aldursskiptra liða og leikin þreföld umferð undir styrkri mótsstjórn Jóhannesar Bjarnasonar og Einvarðs Jóhannssonar sem dæmdu leikina. Þó fengu Andri Snær Stefánsson og Siguróli Magni Sigurðsson einnig að spreyta sig á flautunni. Það fór svo að lokum að yngsta liðið fór með sigur af hólmi, en mestu skipti að koma saman, hitta félagana og að allir sluppu ómeiddir frá gleðinni.

Jólakveðja unglingaráðs handboltans

Úrslit helgarinnar

Það var Hauka helgin mikla. Hún byrjaði á föstudegi með tveim leikjum hjá 4.fl karla. A-lið KA vann sinn leik með 7 mörkum (36-29) og B-liðið vann einnig sinn leik með 9 mörkum (32-23). Á laugardag var komið að 3. flokki karla. KA1 tapaði sínum leik (28-30) en KA2 vann (40-33). KA2 spilaði svo aftur á sunnudag á móti sama Hauka liðinu og KA2 vann aftur en þá með 10 mörkum.

Jólaæfing 7.-8. flokks handboltans - myndir

Á laugardaginn var hin hefðbundna jólaæfingunni yngstu iðkendanna í handboltanum. Líkt og við mátti búast mættu nokkrir skeggjaðir karlar með úttroðna poka á bakinu og fengu góðar viðtökur að vanda. Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá æfingunni sem er hægt að skoða hér.

Leikir um helgina hjá 4.fl. karla og 3.fl. karla, handbolta.

4.fl. karla A-lið eiga leik föstudag 16. desember kl.18:30 og B-lið einnig föstudag 16.desember kl.20:00   Bæði liðin hjá 3.fl. karla eiga leiki um helgina. KA1 á laugardag 17.desember kl.13:30. KA2 á laugardag kl.15:00 og sunnudag 18. desember kl.13:00. Allir þessir leikir fara fram í KA-Heimilinu.

Árleg jólaæfing hjá handboltanum

Nú er komið að jólaæfingunni hjá yngstu iðkendum í handboltanum en hún verður í KA heimilinu laugardaginn 17. desember  klukkan. 9:30-10:30 Æfingin er bæði fyrir stráka og stelpur í 7. - 8. flokki (1.-4. bekkur).  Leikir og þrautabraut, gestir með rauðar húfur kíkja í heimsókn, með góðgæti í poka.  Allir iðkendur hvattir til að mæta og taka foreldra og systkini með. Kveðja Unglingaráðið

Akureyri - Haukar í Íþróttahöllinni í kvöld, fimmtudag

Þá er komið að síðasta heimaleik Akureyrar á þessu ári og það er enginn smáleikur. Haukar, topplið N1 deildarinnar kemur í heimsókn og engum blöðum um að fletta að þetta er einn af stórleikjum deildarinnar. Undanfarin ár hafa leikir Akureyrar og Hauka dregið að sér flesta áhorfendur í deildarkeppninni hér í Íþróttahöllinni og viðbúið að sama staða verði uppi í kvöld.

Akureyri - Fram í Íþróttahöllinni í dag, miðvikudag

Það gengur ekki lítið á í handboltanum þessa dagana, magnaður leikur gegn FH í síðustu viku og í dag, miðvikudag er komið að stærsta heimaleiknum til þessa þegar Fram liðið mætir í Íþróttahöllina. Að þessu sinni er brugðið út af vananum og leikið á miðvikudegi, það er því rétt að hnippa í kunningjana og minna þá á breytingu frá venjunni.

Frábær Reykjavíkurferð hjá yngra ári 5. flokki kvenna - mynd

Yngra ár 5. flokks kvenna renndi suður á föstudagsmorgunn til að keppa á sínu öðru móti til Íslandsmeistara þennan veturinn. Líkt og síðast voru tvö lið skráð til keppni, KA/Þór1 og KA/Þór2. KA/Þór1 vann sér á síðasta móti þátttökurétt í 1. deild og því ljóst að þær voru að fara að keppa við bestu liðin í sínum árgang í þessari ferð.

KA/Þór heimsækir FH í Eimskipsbikarnum í kvöld

KA/Þór leikur gegn FH í Eimskipsbikarnum í kvöld kl.18:00.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika. Akureyringar á suðvesturhorninu er hvattir til að mæta og hvetja okkar lið.