28.06.2011
Vikuna 20.- 24. júní var starfræktur Handboltaskóli Greifans. Kennslan fór fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla en
kennarar voru þeir Jóhannes G. Bjarnason og Sævar Árnson sem samanlagt hafa þjálfað handbolta í rúma hálfa öld. Á
níunda tug nemenda á aldrinum 11-18 ára skráðu sig í skólann og var hópnum skipt eftir aldri. Þátttakendur sóttu fyrirlestra
um hina ýmsu þætti handboltans og síðan tóku við fjölbreyttar æfingar í sal.
16.06.2011
Nú er það frágengið að landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson munu
heimsækja handboltaskóla Greifans sem haldinn verður í næstu viku. Þá eru einnig góðar líkur á að Björgvin Páll
Gústafsson komi. Strákarnir okkar ætla að miðla af reynslu sinni og segja krökkunum til á æfingunum.
Skólinn er fyrir alla krakka eldri en 11 ára (fædd 2000).
07.06.2011
Þjálfara Akureyri Handboltafélags vantar 3ja herb. íbúð til leigu með húsgögnum frá og með 15. júní.
Nánari upplýsingar gefur Atli Hilmarsson sími 897 7627.
07.06.2011
Handboltaskóli Greifans er fyrir alla stráka og stelpur frá 11 ára aldri og fer fram í Íþróttahúsi KA við Lundarskóla.
Skólinn er 5 x 2 klukkutímar og kostar kr. 5.000. Í skólanum verður blanda fyrirlestra og æfinga í sal.
Í fyrirlestrunum verður fjallað um:
· Markmiðssetningu og sjálfstraust
· Mataræði og hvíld
· Sóknarleik
· Varnarleik