Fréttir

Útslit og næstu leikir hjá yngri flokkum

Byrjum á útslitum leikja svo voru spilaðir seinustu helgi

Leikur dagsins: Akureyri - FH í Höllinni í dag

Það er enginn smáleikur sem við bjóðum upp á í Höllinni í kvöld þegar Akureyri tekur á móti FH-ingum í N1-deildinni. Það er ekki langt síðan liðin mættust hér á sama stað í bikarnum og þar fóru heimamenn með magnaðan sigur. Þessi tvö liði hafa trúlega mæst oftar en nokkur önnur á undanförnum árum og undantekningarlítið hafa leikirnir verið frábær skemmtun þar sem boðið er upp á spennu og dramatík.

Fundur á morgun, laugardag um framtíð kvennahandboltans

Það verður fundur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 11:00-12:00.  Þar á að ræða framtíð kvennahandboltans og skipulag næsta vetrar.  Á fundinn mæta allir þeir sem hafa áhuga á þessu máli, foreldrar stelpna í 4.fl. og 3.fl., leikmenn í meistaraflokki og 3.fl. þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir áhugamenn.  Fundinum er ætlað að leggja línurnar fyrir næstu ár. Vonandi sjá áhugamenn um kvennahandbolta sér fært að mæta og taka þátt í umræðum. Kveðja Erlingur Kristjánsson Formaður Handknattleiksdeildar KA

Næstu leikir hjá yngri flokkum

Fjórir leikir verða í KA heimilinu um helgina og þeir eru,

Þjálfun markvarða í Íslenskum handbolta

Mánudaginn 25. febrúar n.k. koma fulltrúar HSÍ og markmannsþjálfarar norður til að kynna átak í þjálfun markvarða í handboltanum á Íslandi. Fyrst verður fundur klukkan 15:00 í KA heimilinu með þjálfurum og svo æfing með markmönnum í yngri flokkum 16:30-18:30 á sama stað. Allir þjálfarar og áhugamenn um markvörslu í handbolta eru velkomnir.

Útslit leikja 16 og 17 febrúar

KA 1 - ÍR 2                  30-18  4fl drengja yngra ár   2 deild A KA 2 - ÍR 2                  26-12  4fl drengja yngra ár   2 deild A KA - Stjarnan              16-15  4fl drengja eldra ár    2 deild KA/Þór - Afturelding    17-19  4fl stúlkna eldra ár    1 deild KA/Þór - Grótta 2        29-16  3fl stúlkna                 2 deild  

Bikarleikur næstkomandi mánudag

3 flokkur karla er komin í 8 liða útslit og spilar á móti Gróttu 1 á mánudaginn kl 17:45 í KA heimilinu

Næstu leikir yngri flokka

5 leikir verða í KA heimilinu helgina og þeir eru;

Toppslagur hjá KA/Þór á laugardaginn

Það er sannkallaður stórleikur hjá meistaraflokki kvenna á laugardaginn þegar stelpurnar fá Víkinga í heimsókn. Víkingur er í efsta sæti utandeildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki en KA/Þór í 2. sæti með 18 stig eftir 11 leiki. Leikurinn hefst kklukkan 16:00 í KA heimilinu og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar.

Útslit leikja hjá yngri flokkum

Engin heimaleikur var hjá yngri flokkum seinustu helgi en 11 leikir voru spilaðir vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og hér eru útslit þeirra