Fréttir

Akureyri - FH í 8 liða úrslitum Símabikarsins á miðvikudaginn

Það er leikið þétt í handboltanum þessa dagana. Á miðvikudaginn verður einn stærsti leikur tímabilsins þegar Akureyri tekur á móti sjóðheitum FH-ingum í átta liða úrslitum Símabikarsins. Þessi lið hafa mæst í bikarkeppninni undanfarin fimm ár og hafa leikirnir ávallt verið gríðarlegir baráttuleikir.

Frétt frá unglingaráði handboltans hjá KA

Stofnun dómaraklúbbsÞað er draumur unglingaráðs KA í handknattleik að dómgæsla á vegum félagsins hér á Akureyri verði sú besta sem völ er á þegar kemur að dómgæslu hjá yngri flokkum félagsins þannig að núna leitum við að einstaklingum sem hafa áhuga og metnað til að sinna dómgæslu á vegum félagsins og þar með mynda stóran og góðan dómarahóp fyrir yngir flokka KA og Þórs.

Útslit leikja yngri flokka frá seinustu helgi

Útslit leikja hér heima voru eftirfarandi

Leikur dagsins: 8 liða úrslit bikarsins hjá 2. flokki

Spennan og fjörið heldur áfram í handboltanum. Í dag eru það strákarnir í 2. flokki Akureyrar-1 sem eru í sviðsljósinu en þeir mæta Gróttu í bikarkeppninni og verður leikið í Íþróttahöllinni klukkan 17:30. Athugið að tímanum á leiknum var breytt en nú hefur verið staðfest að hann hefst klukkan 17:30.