Fréttir

Bikarúrslitin 1995 - æsilegasti úrslitaleikur allra tíma

Við höldum áfram að koma okkur í stemmingu fyrir helgina og rifjum upp bikarævintýri Akureyringa. Að þessu sinni skoðar heimasíða Akureyrar Handboltafélags umfjöllun um einhvern magnaðasta úrslitaleik sem fram hefur farið á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Þetta var úrslitaleikur bikarsins árið 1995 þar sem KA sigraði Val með einu marki, 27-26 í tvíframlengdum leik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll.

Manst þú eftir bikarstemmingunni árið 2004?

Það er ekki á hverjum degi sem Akureyringar eiga lið sem berjast um stóru titlana. Á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags er hægt að skoða upprifjun frá bikarúrslitunum 2004. Þá léku KA og Fram til úrslita í bikarkeppninni, sem þá hét SS-Bikarinn. Þeir fjölmörgu Akureyringar sem voru í Laugadalshöllinni muna klárlega eftir magnaðri stemmingunni í stúkunni fyrir leik að maður tali nú ekki um meðan á leiknum stóð. Ekki spillti gleðinni að bikarinn kom hingað norður eftir afgerandi sigur KA liðsins 31-23.

Miðasala Akureyrar á bikarúrslitaleikina um helgina

Það styttist óðum í bikarúrslitahelgina og rétt að stuðningsmenn fari að hyggja að miðakaupum. Félögin sem eiga lið í úrslitakeppninni fá ákveðinn fjölda miða til að selja á sína leiki og eru það í rauninni einu tekjur þeirra af miðasölunni. Við hvetjum því stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags til að kaupa miðana á sölustöðum félagsins. Forsala er í gangi nú þegar á leik Akureyrar og Stjörnunnar hjá BK-Kjúklingur á Grensásvegi í Reykjavík og veitingastaðnum Bryggjan, Skipagötu 12 á Akureyri.

Tveir leikir á morgun miðvikudag 6. mars

Tveir heimaleikir verða í KA heimilinu og þeir eru

Útslit leikja 2 og 3 mars

KA/Þór - Fram 2    28 - 30 3fl stúlkna 2 deild KA/Þór - Fylkir       28 - 24 4fl stúlkna eldra ár 1 deild KA/Þór - Fylkir 2    25 - 20 3fl stúlkna 2 deild

Tvö frábær myndbönd af 8. og 5. flokki KA í leik

Við rákumst á tvö stórskemmtileg myndbönd á YouTube þar sem ungir handknattleiksmenn KA fara á kostum. Bæði myndböndin eru komin frá Gauta Einarssyni, það fyrra er frá nýliðinni helgi og sýnir 8. flokk stráka fara á kostum á handboltamóti Stjörnunnar og TM. Seinna myndbandið sýnir frá leikjum 5. flokks karla í 3. deildinni núna í febrúar en strákarnir unnu hana örugglega.

Tvö gull hjá eldra ári 5. flokks kvenna

KA/Þór1 hóf leikinn gegn gestgjöfunum í Haukum. KA/Þór1 sýndi strax í þeim leik að þær voru mættar til að selja sig dýrt á þessu móti og unnu góðan sigur, 14-4 þar sem vörn, markvarsla og hraðaupphlaup voru til fyrirmyndar. 

Engin æfing hjá 5. kvk í dag 4. mars

Þar sem eldra árið var að spila um helgina og veðrið ekki upp á sitt allra besta hefur verið ákveðið að gefa frí á æfingu í dag.  Íþróttahús Síðuskóla finnst hvortið er ekki sökum snjóþunga þannig að ferðin þangað hefði líklegast verið feigðarflan.  Kv. Þjálfarar

SBA með sætaferðir á bikarúrslitahelgina 8. - 10. mars

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Akureyri Handboltafélag leikur til úrslita í Símabikarnum 2013. Það eru fjögur lið eftir í keppninni og að þessu sinni er nýtt skipulag á úrslitum keppninnar sem kallast Final Four þar sem undanúrslitaleikirnir eru leiknir föstudaginn 8. mars og sjálfur úrslitaleikurinn sunnudaginn 10. mars.

Útslit og næstu leikir hjá yngri flokkum

Byrjum á útslitum leikja svo voru spilaðir seinustu helgi