24.05.2013
Nú er starfi handboltans í vetur lokið og afslöppun í sólinni á næsta leiti.
20.05.2013
Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA var haldið föstudaginn 17. maí síðastliðinní KA heimilinu. Mikið fjölmenni var og að venju var
mikið fjör í húsinu. Farið var í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins. Í lokin var síðan heljarinnar pizzuveisla frá
Greifanum.
Þórir Tryggvason mætti með myndavélina og má hér sjá fjölmargar skemmtilegar myndir frá hófinu.
15.05.2013
Handboltaskóli Bjarna Fritz verður haldinn á Akureyri 10. - 21. júní og er ætlaður ungmennum 10 ára og eldri. Aðstoðarmaður Bjarna
á námskeiðinu er enginn annar en Oddur Gretarsson og munu þeir án efa mynda flott teymi. Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu
strákar og stelpur æfa saman.
Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 10. júní til föstudagsins 21. júní.
14.05.2013
Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið föstudaginn 17. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í
leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins.
Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum.
Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir
næsta vetur!
03.05.2013
Á mánudaginn klukkan 19:30, strax eftir æfingu hjá meistaraflokki, verður fundur um málefni flokksins. Það þarf að skipa
stjórn, ákveða hvort farið verður í deildarkeppnina og skoða þjálfaramál.
Sjáumst sem flest.