08.11.2018
Leikdagur! KA hefur leik í Coca-Cola bikarnum í dag þegar Haukar koma í heimsókn. Það má búast við svakalegum leik og ljóst að KA liðið þarf á þínum stuðning að halda til að komast áfram í næstu umferð
07.11.2018
Það er enginn smá leikur sem bíður KA liðinu í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins er liðið fær Hauka í heimsókn. Leikurinn fer fram á fimmtudag og hefst klukkan 18:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja strákana til sigurs
06.11.2018
KA/Þór sótti topplið Vals heim í 8. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Stelpurnar lögðu Íslandsmeistara Fram í síðustu umferð auk þess að komast áfram í Coca-Cola bikarnum þannig að þær mættu fullar sjálfstrausts í leik kvöldsins
06.11.2018
KA/Þór hefur farið frábærlega af stað í Olís deild kvenna í vetur og er í 4. sæti deildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar. Stelpurnar sækja topplið Vals heim að Hlíðarenda í dag klukkan 19:30 en einungis þremur stigum munar á liðunum
04.11.2018
Það var ansi krefjandi verkefnið sem beið handknattleiksliðs KA í Olís deildinni í dag þegar liðið sótti Selfyssinga. Selfoss hefur leikið frábærlega á tímabilinu og var án taps á toppi deildarinnar auk þess sem liðið hefur komist tvívegis áfram í Evrópukeppni. KA liðið hefur hinsvegar ekki verið nægilega öflugt á útivelli og því ekki margir sem reiknuðu með öðru en heimasigri í dag
04.11.2018
Eftir nokkurt hlé á Olís deild karla halda KA strákarnir á Selfoss og mæta þar gríðarlega sterku liði heimamanna. Selfyssingar hafa verið á mikilli siglingu í deildinni, sitja þar í toppsætinu og aðeins tapað einu stigi
02.11.2018
Coca-Cola bikarinn hófst í handboltanum í kvöld þegar KA/Þór sótti Aftureldingu heim. Heimastúlkur úr Mosfellsbænum eru deild neðar en okkar lið auk þess sem okkar lið er nýbúið að leggja Íslandsmeistara Fram að velli. Það mátti þó búast við krefjandi verkefni rétt eins og bikarleikir verða yfirleitt
02.11.2018
KA/Þór hefur leik í Coca-Cola bikarnum í kvöld er liðið sækir Aftureldingu heim. KA/Þór hefur vakið verðskuldaða athygli í Olís-deildinni það sem af er vetri en liðið lagði meðal annars Íslandsmeistara Fram að velli í síðustu umferð