27.11.2018
A-landslið Íslands í handbolta undirbýr sig nú fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins 2019 en framundan eru leikir í Makedóníu gegn Tyrklandi, Makedóníu og Aserbaídsjan. Leikirnir fara fram um næstu helgi og er mikið undir í leikjunum. Leikið er í fjögurra liða riðli og fara allir leikirnir fram í Makedóníu
27.11.2018
Olís deild kvenna í handboltanum er í jólafríi þessa dagana og hefst ekki aftur fyrr en 8. janúar. Það er þó nóg að gera hjá nokkrum leikmönnum liðsins en þær Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir voru allar valdar í B-landslið Íslands sem mætti Færeyjum í tveimur leikjum
26.11.2018
Það er enginn smá leikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Val í Olís deild karla í handbolta. Þessi félög hafa barist ansi oft í gegnum tíðina á handboltavellinum og má búast við hörkuleik í KA-Heimilinu klukkan 18:30 þegar leikar hefjast
22.11.2018
Á mánudaginn tekur KA á móti Val í síðasta heimaleik KA fyrir jólafrí í Olís deild karla. Það má búast við svakalegum leik enda mikil saga milli þessara tveggja liða. Strákarnir unnu magnaðan sigur á þreföldum meisturum ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð og ætla sér svo sannarlega sigur gegn sterku liði gestanna
20.11.2018
Það var mikið undir í leik ÍBV og KA í Vestmannaeyjum í dag en bæði lið voru með 6 stig fyrir leikinn og mikilvæg stig í húfi. Þrefaldir meistarar ÍBV eru gríðarlega erfiðir heim að sækja og ljóst að verkefni dagsins væri gríðarlega krefjandi
20.11.2018
KA sækir þrefalda meistara ÍBV heim í Olís deild karla í handboltanum í dag. Liðin eru jöfn að stigum með 6 stig fyrir leikinn og má búast við hörkuleik en leikurinn er liður í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18:30 og verður í beinni útsendingu á ÍBV-TV
17.11.2018
KA/Þór lék lokaleik sinn í Olís deild kvenna fyrir jólafrí er liðið sótti annað af toppliðum deildarinnar, ÍBV, heim til Vestmannaeyja. Það var búist við erfiðum leik hjá okkar liði enda ÍBV verið að leika mjög vel að undanförnu og hafði einmitt unnið fyrri leik liðanna 26-34 í KA-Heimilinu
17.11.2018
Núna klukkan 13:30 hefst leikur ÍBV og KA/Þórs í Olís deild kvenna sem átti að fara fram í gær. Leikurinn fer því fram á laugardag klukkan 13:30 en þetta er lokaleikur liðanna fyrir jólafrí í deildinni.
16.11.2018
Það var alvöru bæjarslagur í Síðuskóla á miðvikudaginn þegar KA sótti lið Þórs heim í 3. flokki karla. KA liðið er að mestu skipað leikmönnum á yngra ári og hefur veturinn því verið mjög krefjandi fyrir liðið enda strákarnir að leika í efstu deild