01.04.2018
U-16 ára landslið Íslands í handbolta stendur í ströngu á Vrilittos Cup í Grikklandi. Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA er í liðinu en í dag lauk riðlakeppninni á mótinu og tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum
30.03.2018
Í vikunni voru gefnir út æfingahópar fyrir U-20 og U-18 ára landslið Íslands í handbolta og munu hóparnir æfa helgina 6.-8. apríl næstkomandi. Tveir leikmenn KA voru valdir og eru það þeir Sigþór Gunnar Jónsson (U-20) og Dagur Gautason (U-18)
27.03.2018
4. flokkur karla á eldra ári urðu í gær Deildarmeistarar í efstu deild. Liðið tryggði sigurinn í deildinni með 8 marka sigri á nágrönnum sínum í Þór í gær, 29-21. Var þetta lokaleikur liðsins í deildinni og framundan er úrslitakeppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppnin hefst um miðjan apríl
26.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér um helgina sæti á HM í Ungverjalandi í sumar. Undankeppnin fór fram í Vestmannaeyjum en ásamt Íslandi léku Litháen, Makedónía og Þýskaland
25.03.2018
Handknattleiksdeild KA er með frábæra spilastokka til sölu með leikmönnum KA og KA/Þórs. Stykkið kostar 1.500 krónur í forsölu en henni lýkur í dag (25. mars) og það er því um að gera að drífa í að panta ef að þú átt það enn eftir!
24.03.2018
Lokaumferð Grill 66 deildar karla í handboltanum fór fram í gær og tók KA á móti Ungmennaliði Val. Fyrir umferðina var enn smá möguleiki á að hampa sigri í deildinni en til þess þyrfti KA að vinna sinn leik og HK að vinna Akureyri
21.03.2018
Á föstudaginn tekur KA á móti Ungmennaliði Vals í lokaumferð Grill 66 deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er alveg klárt að strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!
20.03.2018
Loksins, loksins eru peysurnar sem fylgja æfingagjöldunum í handbolta hjá yngriflokkum KA og KA/Þór tilbúnar til afhendingar. Peysurnar verða afhentar í KA-heimilinu á föstudaginn milli 14:00 og 18:00.
18.03.2018
Það var enginn smá slagur í lokaumferð Grill 66 deildar kvenna í KA-Heimilinu í gær þegar topplið deildarinnar KA/Þór og HK mættust. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum og ljóst að liðið sem myndi fara með sigur af hólmi myndi vinna deildina og fara beint upp í deild þeirra bestu að ári
18.03.2018
KA og HK mættust í KA-Heimilinu í næstsíðustu umferð Grill 66 deildar karla í gær. Mikið var undir í leiknum enda liðin í 2. og 3. sætinu og enn mikil spenna í toppbaráttu deildarinnar