Fréttir

Sólveig Lára til liðs við KA/Þór

KA/Þór barst í dag gríðarlegur liðsstyrkur þegar Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði undir eins árs samning við liðið. Hún kemur til liðsins frá ÍR en hún er öflug vinstri skytta sem mun bæta bæði varnar- og sóknarlínu liðsins mikið

Kynningarkvöld handboltans á fimmtudaginn

Handknattleiksdeild KA heldur kynningarkvöld sitt á fimmtudaginn klukkan 20:30 í KA-Heimilinu næstkomandi. Farið verður yfir komandi vetur hjá KA og KA/Þór en bæði lið leika einmitt í deild þeirra bestu eftir frábært gengi á síðasta tímabili