Fréttir

Slæm byrjun felldi KA/Þór gegn Val

KA/Þór lék fyrsta leik sinn í deild þeirra bestu þegar liðið tók á móti Íslandsmeistarakandídötunum í Val. Stelpurnar hafa þurft að bíða lengi eftir leiknum en liðið tryggði sig upp fyrir um hálfu ári síðan og því eðlilega mikil eftirvænting eftir leik dagsins

Risahandboltadagur í dag! KA-TV í beinni

Það er enginn smá handboltadagur í dag í KA-Heimilinu en KA/Þór tekur á móti Val í Olís deild kvenna klukkan 14:30 og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Stemningin var svakaleg á mánudaginn og við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í allan vetur

Þriðja myndaveislan frá KA - Akureyri

Það er alvöru handboltadagur í KA-Heimilinu á morgun, laguardag, þegar KA/Þórs tekur á móti Val kl. 14:30 í opnunarleik Olís deildar kvenna og klukkan 17:00 tekur KA á móti Haukum í Olís deild karla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja okkar frábæru lið til sigurs í þessum krefjandi verkefnum

Myndaveisla frá bæjarslagnum

Við erum enn í sigurvímu eftir ótrúlegan sigurleik KA á nágrönnum okkar í Akureyri á mánudaginn og höldum áfram að dæla inn myndum frá leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari tók fjölmargar myndir og má sjá þær með því að smella á myndina fyrir neðan

Myndaveisla frá sigri KA á Akureyri

KA vann magnþrunginn 28-27 sigur á Akureyri í bæjarslagnum í fyrstu umferð Olís deildar karla í gær. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á svæðinu og myndaði leikinn í bak og fyrir

Bærinn gulur eftir nágrannaslaginn

KA tók á móti Akureyri í fyrstu umferð Olís deildar karla í KA-Heimilinu í gær. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum og seldist gríðarlegt magn af miðum í forsölu og pallarnir þéttsetnir löngu fyrir leik. Á endanum var að sjálfsögðu uppselt og stemningin ævintýraleg

Bílastæði fyrir stórslag kvöldsins

Forsalan á stórleik kvöldsins fer gríðarlega vel af stað. Í fyrra komust færri að en vildu og stefnir í það sama í ár. Forsalan er í fullum gangi og stendur til kl. 16:00, tryggðu þér miða á bæjarslag KA og Akureyrar

Forsala á bæjarslaginn í KA-Heimilinu

Það er mikil eftirvænting fyrir leik KA og Akureyrar í fyrstu umferð Olís deildar karla í handboltanum en leikurinn fer fram á morgun, mánudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Til að sporna við biðröð fyrir leik munum við bjóða upp á forsölu aðgöngumiða milli klukkan 10:00 og 16:00 á morgun, mánudag, í KA-Heimilinu

KA - Akureyri, baráttan um bæinn!

Handboltaveturinn hefst á mánudaginn þegar KA tekur á móti Akureyri þar sem bæjarstoltið sem og gríðarlega mikilvæg stig verða undir. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og skiptir það öllu máli að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar til sigurs

KA og KA/Þór leika í Hummel í vetur

Á kynningarkvöldi Handknattleiksdeildar KA sem fram fór í gær var undirritaður nýr styrktarsamningur við Sportver og Toppmenn og Sport. Með þessum nýja samning mun Handknattleiksdeild KA klæðast Hummel og leika því bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs í glæsilegum Hummel búningum í vetur