Fréttir

Jóhann Geir til liðs við KA

Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Jóhann sem er 21 árs gengur til liðs við KA frá Þór og leikur í vinstra horni. Fyrr í dag skrifaði hægri hornamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson undir hjá liðinu og verður KA því vel skipað í hornunum í vetur

Árni Bragi til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk þegar Árni Bragi Eyjólfsson skrifaði undir tveggja ára samning. Árni Bragi er 25 ára hægri hornamaður sem einnig getur leikið í hægri skyttu gengur til liðs við KA frá danska úrvalsdeildarliðinu KIF Kolding