3 dagar í fyrsta leik | Patrekur Stefánsson: Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur
06.09.2023
Það eru aðeins þrír dagar í að KA hefji leik í Olís-deild karla. KA leikur gegn Selfossi, á Selfossi á laugardaginn kemur. Það er mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri hjá karlaliðinu okkar og af því tilefni fékk heimasíðan Patrek Stefánsson til að svara nokkrum spurningum