31.05.2024
Elsa Björg Guðmundsdóttir skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Elsa er ein af fjölmörgum uppöldum leikmönnum liðsins sem við ætlum að byggja lið okkar á næstu árin
22.05.2024
Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því með áfram með liðinu. Þetta eru frábærar fréttir en Kristín er uppalin hjá KA/Þór og afar mikilvægur hlekkur í okkar öfluga liði
16.05.2024
Hugi Elmarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2025-2026. Hugi sem er 18 ára gamall er afar efnilegur vinstri hornamaður sem hefur verið að vinna sér inn stærra hlutverk í meistaraflokksliði KA
15.05.2024
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka fædd 2008-2015 í júní. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla
10.05.2024
Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þór fór fram á miðvikudaginn og var gleðin við völd
03.05.2024
Handknattleiksdeild KA barst í dag góður liðsstyrkur þegar Kamil Pedryc skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kamil sem verður 29 ára síðar í mánuðinum er afar öflugur línumaður sem ætti bæði að styrkja sóknar- og varnarlínu okkar unga liðs á komandi vetri