Fréttir

Einar Birgir framlengir um tvö ár

Einar Birgir Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Einar eða Danski eins og hann er iðulega kallaður hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði KA bæði í vörn og sókn

Softballmót KA & KA/Þór

SOFTBALLMÓT KA & KA/ÞÓR 2024! 18 ára+ fer fram í KA heimilinu 29.mars næstkomandi!

Handboltaleikjaskólinn byrjar á sunnudaginn

Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2019 til 2022 fer aftur af stað sunnudaginn 12. janúar næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt.

Jan Larsen látinn

Jan Larsen handknattleiksþjálfari, sem þjálfaði karlalið okkar KA manna keppnistímabilið 1982-83 lést í gær í Danmörku eftir erfið veikindi. Hann var 68 ára gamall.

Tinna Valgerður í raðir KA/Þórs

Tinna Valgerður Gísladóttir skrifaði í dag undir lánssamning við KA/Þór og leikur því með liðinu út þetta tímabil. Tinna er strax orðin lögleg með KA/Þór og getur því leikið með liðinu í leiknum gegn Fram-2 í Lambhagahöllinni kl. 18:15 í kvöld