Fréttir

Dagur Árni og Matea best í handboltanum

Handknattleiksdeild KA gerði upp nýliðinn handboltavetur á dögunum með glæsilegu lokahófi. Kvennalið KA/Þórs átti frábært tímabil þar sem stelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar í Grill66 deildinni og það án þess að tapa leik og leika stelpurnar því í deild þeirra bestu á næstu leiktíð

Herdís Eiríksdóttir til liðs við KA/Þór

KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur er Herdís Eiríksdóttir skrifaði undir hjá félaginu. Herdís er öflugur línumaður sem gengur í raðir KA/Þórs frá ÍBV þar sem hún er uppalin

Anna Þyrí skrifar undir nýjan tveggja ára samning

Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu en KA/Þór tryggði sér aftur sæti í efstudeild með sannfærandi sigri í Grill66 deildinni í vetur. Þetta eru gífurlega jákvæðar fréttir enda hefur Anna Þyrí sýnt sig og sannað sem einn besti línumaður og varnarmaður landsins undanfarin ár