Árleg jólaæfing 7. og 8. flokks drengja og stúlkna

Eins og undanfarin ár verður sérstök jólaæfing fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna. Æfingin verður laugardaginn 12. desember kl. 10:45 - 11:30. Að vanda verður farið í skemmtilega leiki og góðir gestir koma með glaðning. Foreldrar og systkini eru hvött til að mæta og fylgjast með.


Það var líf og fjör á jólaæfingunni í fyrra eins og sjá má af myndinni.

Hægt er skoða fjölmargar myndir frá jólaæfingunni í fyrra með því að smella hér.