Arnór Atlason í þjálfarateymi Álaborgar

Arnór hóf stórkostlegan feril sinn hjá KA
Arnór hóf stórkostlegan feril sinn hjá KA

Arnór Atlason mun leggja skóna á hilluna eftir núverandi tímabil og verður í kjölfarið aðstoðarþjálfari Álaborgar. Við óskum Arnóri til hamingju með komandi starf og þann frábæra feril sem lýkur í vor.

Af þessu tilefni rifjum við upp stórleik Arnórs fyrir KA þegar liðið varð Bikarmeistari árið 2004 en hann gerði alls 12 mörk í leiknum.

Arnór varð Íslandsmeistari með KA árið 2002 og eins og áður kom fram Bikarmeistari árið 2004. Þaðan fór hann út til Magdeburgar sem Alfreð Gíslason þjálfaði, eftir tvö ár þar lá leiðin til FCK í Danmörku sem varð síðar að AG Kaupmannahöfn. Þá fór hann aftur til Þýskalands og gekk til liðs við Flensburg áður en hann fór til Frakklands og lék með St. Raphael. Síðasta stoppið er svo hjá Álaborg.

Þá hefur Arnór leikið stórt hlutverk með landsliðinu en landsleikirnir eru um 200 og stendur í dag uppi með silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2010 og brons frá Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.