Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir eru báðar í æfingahóp U20 ára landsliðs Íslands í handbolta sem kemur saman til æfinga í næstu viku en hópurinn mun æfa 17. til 23. nóvember.
Báðar eru þær í lykilhlutverki í liði KA/Þórs sem hefur byrjað veturinn af miklum krafti en nýliðar KA/Þórs hafa komið mörgum á óvart og eiga bæði Bergrós og Lydía ansi stóran þátt í þessari góðu byrjun.
Það eru spennandi verkefni framundan hjá U20 liðinu og óskum við stelpunum okkar til hamingju með valið sem og góðs gengis.