Bergrós og Lydía í U16 ára landsliðinu

Handbolti
Bergrós og Lydía í U16 ára landsliðinu
Spennandi verkefni framundan!

KA/Þór á tvo fulltrúa í U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 4. og 5. júní næstkomandi. Þetta eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir og óskum við stelpunum til hamingju með valið.

Þær Bergrós og Lydía hafa verið frábærar í mögnuðu liði KA/Þórs í 4. flokknum en stelpurnar hömpuðu Bikarmeistaratitlinum í vetur og mæta á morgun Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Undirbúningur landsliðsins fyrir leikina hefst svo 26. maí næstkomandi en Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson stýra liðinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is