KA hefur þátttöku í Coca Cola bikarnum í dag með útileik gegn Mílunni. Leikurinn er á Selfossi og hefst klukkan 19:30. Við höfum fengið staðfestar þær frábæru fréttir að leikurinn verði í beinni útsendingu á Selfoss TV þannig að stuðningsmenn liðanna geta fylgst með gangi mála.
Liðin mættust á sama stað 22. september í Grill 66 deild karla þar sem KA fór heim með bæði stigin eftir 22-26 sigur. Það eru reyndar engin stig í boði í dag, einungis sigur kemur til greina og klárt mál að bæði lið leggja allt í leikinn.