Mikilvægt að fjölga dómurum á Akureyri
A-stigs dómaranámskeið í handknattleik verður haldið í KA-heimilinu föstudaginn 30. október kl. 19:30 til 22:00. Leiðbeinandi verður
Brynjar Einarsson frá HDSÍ.
A-stigs dómari hefur rétt til að dæma leiki frá 8. flokki til og með 5. flokki og er undanfari B-stigs dómara.
Dómaranámskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa og iðkendur hjá Þór og KA í 4. og 3. flokki eru eindregið hvattir til að
afla sér réttinda og skerpa á skilningi sínum á íþróttinni. Þeir leikmenn í 2. flokki hjá Akureyri handboltafélagi
sem ekki hafa farið á dómaranámskeið eru líka hvattir til að afla sér réttinda.
Ekki má gleyma foreldrum og forráðamönnum sem áhuga hafa á íþróttinni að koma einnig og öðlast þekkingu í
dómarafræðum.
Væntanlegir þátttakendur þurfa að undirbúa sig með því að lesa leikreglur HSÍ og þó sérstaklega það sem
gildir fyrir 8. til og með 5. flokk.
Smelltu hér til að nálgast leikreglur HSÍ.
Nauðsynlegt er fyrir Unglingaráð Þórs og KA að fjölga dómurum yngri flokka og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
Aðgangur er ókeypis.
Unglingaráð KA og Þór í handknattleik.