Tæpt tap KA/Þór gegn Fylki

Arna var markahæst í dag
Arna var markahæst í dag

Það var hörkuleikur í Fylkishöllinn í dag þegar KA/Þór stúlkur komu í heimsókn. Jafnt var í hálfleik 11-11 en svo fór að lokum að Fylkir fór með tveggja marka sigur 25:23.

Arna Valgerður Erlingsdóttir var markahæst hjá KA/Þór, skoraði átta mörk og Martha Hermannsdóttir 7 mörk. 

Á morgun leika stelpurnar gegn Haukum á heimavelli þeirra og hefst leikurinn klukkan 16:00.