U17 landslið Íslands í handbolta er að leika á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Liðið tapaði gegn Slóvenum í opnunarleik sínum á mótinu. Dagur Gautason leikmaður KA er í hópnum og hefur svo sannarlega staðið sig frábærlega en hann gerði 11 mörk í opnunarleiknum. Í gær gerði hann 5 mörk í 31-34 tapi gegn Frökkum en í dag gerði hann 10 mörk í 36-27 stórsigri á Spánverjum.
Íslenska liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli og leikur því um 5.-8. sætið á mótinu en þeir mæta Danmörku á föstudaginn.