Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur verður með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september kl.
20:00. í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur í 3. og 4. flokki.
Einnig eru foreldrar allra barna sem æfa handbolta velkomnir.

Fríða Rún
lærði næringarráðgjöf í University of Georgia og lauk þar BS og MS prófi 1993 og 1996 og er því útskrifaður
næringarráðgjafi og næringarfræðingur. Hún er einnig ISSA og Life Fitness einkaþjálfari og hefur sérhæft sig í
íþrótta næringarfræði (IOC Grad Dip Sports Nutrition).
Fríða Rún hefur starfað sem unglingalandsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum auk þess að þjálfa hjá
fjölmörgum félögum. Sem næringarráðgjafi er starfsferillinn fjölbreyttur, jafnt innan heilbrigðiskerfisins sem
íþróttafélaga. Meðal annars næringarrágjafi kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu.
Það er því ljóst að Fríða Rún hefur miklu að miðla og því ástæða til að hvetja alla iðkendur,
þjálfara og foreldra til að fjölmenna á fyrirlesturinn.