Fjör hjá handboltastrákunum í 6. flokki um helgina

Annað kvöld, föstudagskvöld verður mikið um að vera hjá strákunum í 6. flokki handboltans, en á dagskrá verður handbolti, matur,  kvöldvaka, gisting, kennsla og meiri handbolti. Fjörið stendur frá klukkan 20:15 á föstudag og fram til klukkan 11:30 á laugardag.  Strákarnir eiga að mæta klukkan 20:15 í KA Heimilinu og þurfa að hafa með sér 500 krónur upp í kostnað.  Dagskráin fer hér á eftir:

Föstudagur:

20:30 – 22:00 Handboltaæfing
22:15 – 23:00 Flatbökuát og vídeó
23:00 -  Kvöldvaka og síðan farið að sofa

Laugardagur:

9:00  Morgunmatur
9:30 – 10:30 Handboltakennsla
10:30 – 11:30 Handboltaæfing

Strákarnir fá dýnur í KA Heimilinu en þurfa að hafa með sér svefnpoka eða sæng. Einnig þurfa þeir að taka með sér venjulegan æfingafatnað og handklæði. Eins og áður segir þá er kostnaðurinn 500 krónur á mann og þurfa strákarnir að hafa þá upphæð með sér.

Kveðja
Jóhannes Bjarnason