Fjórar úr KA/Þór á æfingar hjá U16

Handbolti
Fjórar úr KA/Þór á æfingar hjá U16
Hildur, Matthildur, Telma og Aþena eru í hópnum

KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 5.-7. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) og eftir helgina verður skorið niður í einn æfingahóp sem mun æfa næstu tvær helgar.

Í 2004 hópnum eru þær Hildur Lilja Jónsdóttir og Matthildur Una Valdemarsdóttir. Aþena Sif Einvarðsdóttir og Telma Ósk Þórhallsdóttir eru svo í 2005 hópnum. Þjálfarar U16 eru þau Ágúst Jóhannsson, Rakel Dögg Bragadóttir og Árni Stefán Guðjónsson.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Að eiga fjóra fulltrúa í hópnum er mikil viðurkenning á kvennastarfi KA/Þórs og verður gaman að fylgjast áfram með framvindu handboltastelpnanna okkar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is