Strákarnir á yngra ári 5. flokks áttu frábæran dag þegar þeir léku í deildarkeppninni á laugardaginn. Spilað var á Seltjarnarnesi og áttu allir strákarnir fínan dag. Sérstaklega má segja að Arnaldur markvörður og fyrirliði hafi farið á kostum og drifið sína menn áfram.
Úrslit leikjanna voru sem hér segir:
KA – Þróttur 13 – 6
KA – HKR 11 – 10
KA – Haukar 21 – 13
Til hamingju strákar!
Flottur hópur eftir frábæran dag.