Nú er komið að því að ganga frá æfingagjöldum vetrarins. Töluvert margir byrjuðu að æfa í janúar þegar EM stóð sem hæðst, og er það vel, nú viljum við biðja foreldra þessara barna að ganga frá æfingagjöldum fram á vorið. Gjaldið fyrir þá sem byrjuðu í janúar er sem hér segir.
Árgangar:
2000-2003 kr. 5.000
1998-1999 kr. 8.000
1996-1997 kr. 11.000
1994-1995 kr. 11.000
1992-1993 kr. 11.000
Systkinaafsláttur er barn nr. 2 40%- nr. 3 60%-nr. 3 80% og ef æfð er önnur grein hjá KA þá er 10% afsláttur, stelpur sem æfa undir merkjum
KA/Þór fá sama afslátt ef þær eiga systkini í Þór.
Flest allir sem byrjuðu að æfa fyrir áramót eru búnir að gera grein fyrir æfingagjöldunum. Ennþá eiga þó nokkrir eftir að greiða og viljum við biðja þá aðila að hafa samband, eins þá sem skiptu greiðslunni í tvennt og eiga eftir að borga seinni hlutann.
Það skal tekið fram að höfðinglegur styrkur frá Samherja fer í að niðurgreiða æfingagjöld yngstu iðkenda og greiða ferðakostnað eldri iðkenda. Kostnaður foreldra vegna handboltaæfinga hjá KA ætti því ekki að verða meiri en því sem æfingagjöldum nemur.
Fulltrúi frá Unglingaráðinu verður í KA heimilinu laugardagsmorguninn 27/2 kl.10:30-12:00 Tekið er við peningum og kreditkortum, en ekki debetkortum. Þeir sem ekki komast á þessum tíma er bent á að hafa samband við gjaldkera í síma 892-2612 eða á netfangið sigga@framtal.com Hægt er að millifæra gjöldin inn á bankareikning 0162-05-63299 kt. 450902-2680, setja þá kennitölu barns í skýringu og senda kvittun á netfangið sigga@framtal.com
Með von um góð viðbrögð
Sigríður Jóhannsdóttir - gjaldkeri Unglingaráðs KA, handbolti