Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að mikið stendur til um næstu helgi en þá fer fram 2. umferð Íslandsmóts eldra árs. Jafnframt hefur verið valið eitt lið leikmanna af yngra ári til þátttöku til að jafna út riðla á mótinu. Nú liggur fyrir lokaniðurröðun leikja á mótinu og eru foreldrar beðnir um að kynna sér dagskrána vel.
Eins og fram kom á foreldrafundi sl. mánudagskvöld munu drengirnir taka virkari þátt í mótinu en áður þegar spilað hefur verið hér á heimavelli. Okkar drengir mega fara í kvöldverð bæði kvöldin, fá frítt í sund og að sjálfsögðu mæta þeir á kvöldvöku á laugardagkvöldið.
Reiknað er með vinnuframlagi allra foreldra á mótinu og eru þeir foreldrar sem ekki komu á fundinn á mánudagskvöldið beðnir um að setja sig í samband við Sigríði Jóhannsdóttur í s. 461-2842 (Framtal sf), eða sigga@framtal.com og skrá sig í vinnu. Þeir foreldrar sem ekki geta unnið við mótið eiga að greiða mótsgjald kr. 4.000 til áðurnefndrar Sigríðar. Ef frekari upplýsinga er óskað skulu foreldrar hafa samband við undirritaðan.
Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200