Frá unglingaráði handknattleiksdeildar

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Við í unglingaráði handknattleiksdeildar KA  viljum þakka fyrir mjög góð skil á æfingagjöldum vetrarins, en þar sem margir þeirra sem misstu af  innheimtudögunum í byrjun mánaðarins hafa haft samband við okkur  þá ætlum við að vera í KA heimilinu miðvikudaginn 29/10 fimmtudaginn 30/10 og mánudaginn 3/11 kl.17:00-18:30 og taka á móti greiðslum.


Árgjaldið er:

3.4.og 5. flokkur karla og kvenna           30.000
6. flokkur karla og kvenna                       25.000
Byrjendur karla og kvenna                      18.000

50% systkina afsl. fyrir barn nr.2 frítt fyrir 3..  10% afsl. ef æfð er fleiri en ein íþr.grein hjá KA.

Hægt er að skipta greiðslunni á VISA/EURO, einnig er hægt  að millifæra gjöldin á banka 0162-05-63299  Kt. 450902-2680  - setja kennitölu iðkanda í skýringu og senda kvittun á netfangið sigga@framtal.com  Þeir sem eiga ávísanir frá Akureyrarbæ fyrir yngstu börnin er bent á að nota þær, því ávísanirnar falla úr gildi um áramót.

Þeir sem hafa millifært og eiga eftir að fá sokka/svitabönd endilega að  koma til okkar þessa daga og sækja þetta.

Við verðum með mjög góðar Hummel æfingatöskur,  KA stuttbuxur í litlum númerum og KA handklæði til sölu á útsöluverði kr. 500 pr.stk. þessa daga.

Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband við undirritaða.

f.h. Unglingaráðs
Sigríður Jóhannsdóttir,gjaldkeri Sími 892-2612  Netf: sigga@framtal.com