Fraga-systur semja við KA/Þór

Handbolti

Handknattleiksdeild KA/Þór hefur gengið frá samningum við brasilískar systur. Nathália Fraga og systir hennar Isabelle Fraga.

Vonir standa til að Nathalia Fraga geti spilað gegn Stjörnunni en verið er að klára síðustu pappírana tengt atvinnuleyfinu hennar. Hún hefur þó æft með liðinu síðustu vikur og mikil eftirvænting að fá hana inn í hópinn.

Nathalia Fraga, sem er 28 ára, hefur þann eiginleika að vera jafnhent og getur leyst af allar stöður fyrir utan sem og hornin bæði ef þörf krefur. Nathalia er reynslumikill leikmaður sem mun nýtast ungu og reynslulitlu liði KA/Þór vel á komandi vetri.

Systir hennar Isabelle Fraga kemur síðan til liðs við okkur um miðjan október þegar hún hefur lokið deildarkeppninni út í Brasilíu. Isabelle er 21 árs miðjumaður og vinstri skytta, sem hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Brasilíu.

Fyrir í liðinu er Nathalia Baliana frá Brasilíu þannig að ljóst að þjálfarar liðsins gætu þurft að spreyta sig á portúgölsku í vetur. Við bjóðum Fraga systurnar hjartanlega velkomnar í liðið og hlökkum til að sjá þær spreyta sig á gólfi KA heimilisins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is