Fyrirliðarnir kljást fyrir leiki helgarinnar

Handbolti

Fyrirliðarnir í handboltanum þau Andri Snær Stefánsson og Martha Hermannsdóttir skoruðu á hvort annað í sláarkeppni í tilefni handboltatvíhöfðans í KA-Heimilinu á laugardaginn. KA/Þór tekur á móti Fram kl. 14:30 og KA tekur á móti Selfoss kl. 17:00.

Sá sem tapar keppninni þarf að vera á trommunum á leik hins liðsins! Frábær leið til að hita upp fyrir laugardaginn að kíkja á þessa skemmtilegu keppni!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is