Fyrsta Evrópuverkefniđ í 17 ár hjá strákunum

Handbolti

Karlaliđ KA í handbolta er mćtt til Austurríkis ţar sem strákarnir mćta liđi HC Fivers WAT Margareten í EHF European Cup. Báđir leikir liđanna fara fram í Austurríki og mćtast liđin á föstudag og laugardag. Ţetta verđa 26. og 27. evrópuleikur karlaliđs KA en félagiđ á ríka sögu í Evrópukeppnum.

Ţađ er heldur betur eftirvćnting fyrir leikjunum en ţetta verđa fyrstu Evrópuleikir KA í handbolta karla frá árinu 2005 en ţá keppti liđiđ í Áskorendakeppni Evrópu. KA liđiđ sló ţá út Georgíska liđiđ Mamuli Tbilisi í 32-liđa úrslitum keppninnar eftir tvo afar sannfćrandi sigra í KA-Heimilinu 45-15 og 50-15. Í 16-liđa úrslitum mćtti KA svo Rúmenska liđinu Steaua Bucuresti og vann glćstan 24-23 sigur í fyrri leiknum á heimavelli en Rúmenarnir unnu 30-21 sigur í sínum heimaleik og fór ţví áfram í nćstu umferđ.

Tveir leikmenn úr KA liđinu á ţessum tíma taka ţátt í verkefni helgarinnar en Ragnar Snćr Njálsson leikur í vörn liđsins og ţá stýrir Jónatan Magnússon liđinu. Ţá lék Andri Snćr Stefánsson einnig međ KA liđinu en hann stýrir kvennaliđi KA/Ţórs í dag.

Strákarnir eru búnir ađ taka ćfingu úti og eru hćstánćgđir međ ađstöđuna auk hótelsins sem gist er á. Vel er hugsađ um liđiđ en öflugt fylgdarliđ hélt út međ strákunum og tók Siguróli Magni Sigurđsson hann Ragnar Snć í smá viđtal um komandi verkefni.

Fyrri leikurinn er á föstudeginum klukkan 19:30 á stađartíma eđa 17:30 ađ íslenskum tíma. Eins og stađan er núna er útlit fyrir ađ leikurinn verđi ekki sýndur beint en síđari leikurinn sem er klukkan 16:15 ađ íslenskum tíma á laugardeginum verđur sýndur beint á ORF Sport+.

Heimasíđa ORF

HC Fivers er međ öflugt liđ en liđiđ er í 3. sćti í Austurrísku deildinni međ 12 stig af 14 mögulegum og ljóst ađ afar krefjandi verkefni en um leiđ spennandi bíđur strákanna okkar.

Eins og áđur segir verđa ţetta leikir númer 26. og 27. í Evrópu hjá karlaliđi KA í handbolta en KA var til ađ mynda fyrsta íslenska liđiđ til ađ leika í riđlakeppni Meistaradeildar Evrópu veturinn 1997-1998. Veturinn 1996-1997 komst liđiđ í 8-liđa úrslit Evrópukeppni Bikarhafa en féll úr leik gegn stórliđi Veszprém en stórbrotinn 32-31 sigur í KA-Heimilinu dugđi ekki til ađ komast áfram.

Fyrstu Evrópuleikina lék liđ KA hinsvegar veturinn 1995-1996 ţegar KA sló út Viking Stavanger međ 27-20 sigri í KA-Heimilinu eftir 24-23 tap í Noregi í fyrri leiknum. Fór liđiđ í 16-liđa úrslit keppninnar en féll ţar naumlega úr leik gegn VSZ Kosice frá Slóvakíu eftir 33-28 sigur í KA-Heimilinu en 31-24 tap í útileiknum reyndist dýrkeypt.

Listi yfir Evrópuleiki KA í handbolta


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is