Fyrsti heimaleikur Akureyrar í dag - gegn FH

Það er óhætt að segja að það verði stórleikur í Höllinni í dag þegar Íslandsmeistararnir úr FH mæta til leiks. Viðureignir liðanna frá síðasta tímabili voru margar og klárlega hápunktar tímabilsins.
Akureyrarliðið fór vel af stað í fyrsta leik síðastliðinn mánudag þegar liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum. FH ingar hins vegar töpuðu illa fyrir Fram á sínum heimavelli og koma væntanlega dýróðir í þennan leik, staðráðnir í að komast á sigurbraut á ný.

Minnum á Stuðningsmannaskírteinin 2011-2012 
Það verður gert sérstaklega vel við meðlimi stuðningsmannaklúbbsins fyrir þennan leik. Máltíðin fyrir leik verður dýrindis hamborgarahryggur í boði Norðlenska, en stuðningsmannaherbergið opnar eins og venjulega klukkutíma fyrir leik eða um klukkan 18:00.

Þeir sem hafa pantað Stuðningsmannaskírteinið fá það afhent á staðnum og ganga síðan beint í matinn. Þeir sem ekki hafa pantað skírteini geta gert það með því að smella á myndina hér að neðan og flýtt þannig fyrir.

Smelltu hér eða á myndina til að panta stuðningsmannaskírteini.


Einnig er hægt að kaupa skírteinið á staðnum fyrir leikinn.

Skírteinið kostar 20.000 krónur og er aðgöngumiði á alla heimaleiki liðsins í N1 deildinni og einnig að stuðningsmannaherberginu sem opnar klukkutíma fyrir leik en þar er boðið upp á heitan mat og ýmsar veitingar. Í hálfleik eru kaffiveitingar og loks koma menn saman eftir leik með leikmönnum og ræða gang mála.

Tvisvar í vetur verður sérstaklega mikið lagt í matinn fyrir leik og verða þeir leikir auglýstir sérstaklega.

Þeim sem vilja festa sér ákveðið sæti í stuðningsmannastúkunni býðst að ganga frá því fyrir leikinn í dag.