Fyrsti leikur KA/Þórs eftir jólafrí í dag

Handbolti

Baráttan í Olís deild kvenna í handboltanum fer af stað á ný eftir jólafrí í dag. Stelpurnar í KA/Þór fá ansi krefjandi verkefni þegar þær sækja Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim í Origo höllina klukkan 16:00.

KA/Þór er fyrir leikinn í 4.-5. sæti með 10 stig ásamt HK en fjórða sætið gefur sæti í úrslitakeppninni og það er alveg ljóst að þangað ætla stelpurnar sér. Tíu umferðir eru eftir af deildinni og nú fer hvert stig að verða gríðarlega mikilvægt en Haukar eru með 9 stig í 6. sætinu auk þess sem að ÍBV kemur þar á eftir með 7 stig.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn og styðja stelpurnar til sigurs gegn þessu frábæra Valsliði, áfram KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is